Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 08:42 Bergur segir gönguna hafa verið erfiða en hann ætli sér að ljúka henni. Mynd/Stefnir Snorrason Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira