Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:07 Steinunn Ólína gerir niðurstöður nýjustu skoðanakannana að umjöllunarefni sínu. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10
Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33