Evrópumeistarar Barcelona sneru dæminu við og eru komnar í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 18:35 Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 2-0 sigur á Chelsea í Lundúnum í dag, laugardag. Sneru Börsungar dæminu við eftir að tapa óvænt á heimavelli. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Sjá meira
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Sjá meira