Tók sinn tíma að jafna sig Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 15:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta. Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta.
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn