Guðrún á Glitstöðum segir vaðið yfir vilja almennings Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2024 13:13 Guðrún á Glitstöðum segir frumvarp Bjarkeyjar Ólsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra til marks um að enn skuli vaðið yfir vilja almennings og náttúruna. vísir Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði tók sig til og skrifaði grein þar sem hún furðar sig á stjórnsýslu landsins. Hún fari sínu fram hverju sem tautar og raular. Guðrún er einkum að vísa til lagareldisfrumvarps Bjarkeyjar Ólsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, en hún hefur það til marks um að íslensk náttúra sem og vilji almennings megi þola endalausan yfirgang. „Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð?” spyr Guðrún. Hún rifjar upp að síðastliðið haust hafi Íslendingar staðið frammi fyrir einhverju mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar, þegar slysaleppingar úr kvíum Artic Sea Farm en þar komu í ljós tvö göt. „En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði.” Guðrún segir að bændur og leigutakar hafi lagt dag við nótt í leit að eldislaxi. Auk þess sem hingað komu norskir froskmenn með skutulbyssur og reyndu að ná í strokulaxana en áætlað var að þeir hefðu verið um 3.500 stykki. Bændur og fjölskyldur hentu öllu frá sér en þeir hafi ekki fengið þá vinnu greidda. Enginn sé ábyrgur þegar náttúran ber skaðann. „Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í.“ Guðrún telur þessa þjónkun við erlenda auðmenn algjöra hneisu. „Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjókvíaeldi Vinstri græn Fiskeldi Borgarbyggð Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Guðrún er einkum að vísa til lagareldisfrumvarps Bjarkeyjar Ólsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, en hún hefur það til marks um að íslensk náttúra sem og vilji almennings megi þola endalausan yfirgang. „Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð?” spyr Guðrún. Hún rifjar upp að síðastliðið haust hafi Íslendingar staðið frammi fyrir einhverju mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar, þegar slysaleppingar úr kvíum Artic Sea Farm en þar komu í ljós tvö göt. „En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði.” Guðrún segir að bændur og leigutakar hafi lagt dag við nótt í leit að eldislaxi. Auk þess sem hingað komu norskir froskmenn með skutulbyssur og reyndu að ná í strokulaxana en áætlað var að þeir hefðu verið um 3.500 stykki. Bændur og fjölskyldur hentu öllu frá sér en þeir hafi ekki fengið þá vinnu greidda. Enginn sé ábyrgur þegar náttúran ber skaðann. „Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í.“ Guðrún telur þessa þjónkun við erlenda auðmenn algjöra hneisu. „Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjókvíaeldi Vinstri græn Fiskeldi Borgarbyggð Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira