Kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 14:42 Sigurður Reynir Gíslason er jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands Kristinn Ingvarsson Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við jarðvísindastofnun háskólans, hefur verið kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíunni (American Academy of Arts and Sciences) fyrir störf sín á sviði jarðvísinda. Akademían er samfélag sem leiðir saman vísindamenn og sérfræðinga úr ólíkum vísinda- lista- og starfsgreinum til að takast á við áskoranir sem snerta samfélög um allan heim. Hún heiðrar jafnframt framúrskarandi vísindamenn, listamenn og leiðtoga. Akademían var sett á laggirnar árið 1780. Sigurður Reynir er í góðum félagsskap í akademíunni, en meðal þeirra sem teknir hafa verið inn um árin eru Charles Darwin, Albert Einstein, Nelson Mandela, og Wislawa Szymborska til að taka nokkur dæmi. Benjamin Franklin, George Washington, John F. Kennedy, Martin Luther King Jr hafa einnig verið kjörnir í akademíuna. Sigurður Reynir og rannsóknarhópur hans hafa lagt sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur. Eftir hann og samstarfsfólk liggja yfir 150 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum auk bóka sem tengjast jarðvísindum. Þá er Sigurður þekktastur fyrir forystuhlutverk sitt innan CarbFix-verkefnisins en hann gegndi formennsku í vísindaráði þess árin 2006 - 2020. Verkefnið snýst um að binda koltvíoxíð í basaltjarðlögum og hefur árangur þess vakið heimsathygli og hlotið ýmsar viðurkenningar. Á vefsíðu Sigurðar má finna frekari upplýsingar um störf hans og verkefni. Háskólar Vísindi Íslendingar erlendis Bandaríkin Skóla- og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Akademían er samfélag sem leiðir saman vísindamenn og sérfræðinga úr ólíkum vísinda- lista- og starfsgreinum til að takast á við áskoranir sem snerta samfélög um allan heim. Hún heiðrar jafnframt framúrskarandi vísindamenn, listamenn og leiðtoga. Akademían var sett á laggirnar árið 1780. Sigurður Reynir er í góðum félagsskap í akademíunni, en meðal þeirra sem teknir hafa verið inn um árin eru Charles Darwin, Albert Einstein, Nelson Mandela, og Wislawa Szymborska til að taka nokkur dæmi. Benjamin Franklin, George Washington, John F. Kennedy, Martin Luther King Jr hafa einnig verið kjörnir í akademíuna. Sigurður Reynir og rannsóknarhópur hans hafa lagt sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur. Eftir hann og samstarfsfólk liggja yfir 150 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum auk bóka sem tengjast jarðvísindum. Þá er Sigurður þekktastur fyrir forystuhlutverk sitt innan CarbFix-verkefnisins en hann gegndi formennsku í vísindaráði þess árin 2006 - 2020. Verkefnið snýst um að binda koltvíoxíð í basaltjarðlögum og hefur árangur þess vakið heimsathygli og hlotið ýmsar viðurkenningar. Á vefsíðu Sigurðar má finna frekari upplýsingar um störf hans og verkefni.
Háskólar Vísindi Íslendingar erlendis Bandaríkin Skóla- og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira