Aðalsöngvari The Commitments stígur á svið í Háskólabíói Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2024 20:00 Andrew Strong fór ungur að árum með aðalhlutverkið í The Commitments árið 1991. Hann segist hafa gripið tækifærið til að komast til Íslands þegar honum bauðst að syngja á heiðurstónleikum í Háskólabíói. Stöð 2/Arnar Það verður mikið fjör á tónleiksýningu í Háskólabíói þegar fjölmennur hópur íslenskra tónlistarmanna flytur lög úr kvikmyndinni The Commitments frá árinu 1991. Andrew Strong, sem var aðalleikari og söngvari kvikmyndarinnar, kemur fram á sýningunni. Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira