Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 23:27 „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56