Í tilkynningu frá lögreglunni segir að snemma í morgun hafi borist tilkynning um að bíl hafi verið ekið á hús á svæðinu og að fólk hafi verið stungið. Maðurinn, sem er 36 ára gamall, virðist hafa ráðist á fólk af handahófi og særði hann einnig fyrstu tvo lögregluþjónana sem komu á vettvang.
Samkvæmt frétt Sky News særði maðurinn fimm manns en hve alvarlega hann særði þau liggur ekki fyrir.
Myndband sem tekið var af manninum í morgun hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
BREAKING: New footage shows a man wielding a sword, as five people are treated by paramedics following a stabbing attack in north east London.
— Sky News (@SkyNews) April 30, 2024
🔗 https://t.co/bTeU1qWDEH
📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/iAxuhKHIVK
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur hyllt lögregluþjóna og aðra sem settu sig í hættu við að stöðva manninn og heitið því að lögregluþjónar verði sýnilegri í hverfinu í framtíðinni.
My statement on the incident in Hainault this morning. pic.twitter.com/rcH5gFe62g
— Mayor of London (@MayorofLondon) April 30, 2024