Segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 12:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent