Forysta til framtíðar Hópur presta skrifar 1. maí 2024 11:00 Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun