Eftir að Man United gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Burnley nýverið þá gerði Ten Hag hvað hann gat til að verja sína menn. Sagði hann liðið skemmtilegt og þróttmikið, að leikmenn hans spili af mikilli ákefð.
Jon Mackenzie hjá The Athletic ákvað að kafa ofan í þessa staðhæfingu Hollendingsins og sjá hvort hún standist. Í myndbandinu hér að neðan kemur meðal annars fram:
- Man Utd hefur átt 15.5 skot að meðaltali í leik undanfarna tíu leiki. Það er örlítið hærra en meðaltal deildarinnar sem er 14.2 skot í leik.
- Flest skot Man Utd komu í leikjum gegn liðum í fallbaráttu.
- Man Utd er með hærra xG (vænt mörk) á skot heldur en andstæðingar sínir þessa tíu leiki. Ekki er þó mikill munur, 0.11 xG hjá Man Utd gegn 0.10 xG hjá andstæðingum sínum.
- Ef vítaspyrnurnar sem Man Utd hefur fengið á þeim tíma eru teknar út fellur xG liðsins niður í 0.8.
- Man Utd hefur fengið á sig fleiri skot en þeir hafa sjálfir átt á þessum tíma. Að meðaltali fær liðið á sig 21.8 skot í leik.
Erik ten Hag has said Manchester United are one of the most entertaining teams in the Premier League. So, is he right? pic.twitter.com/4H4oD8uy8S
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 29, 2024
„Að setja samasemmerki á milli fótbolta sem er skemmtilegt að horfa á og fjölda færa sem lið hefur skapað sér er persónubundin ákvörðun. Samkvæmt þeirri mælistiku eru það þó aðeins hlutlausir sem hafa skemmt sér yfir fótboltanum sem Ten Hag hefur boðið upp á síðustu tíu leiki,“ segir Mackenzie að lokum.
Man United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig að loknum 34 leikjum. Liðið á ekki möguleika á að ná Aston Villa sem situr í 4. sæti.