Nemendur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2024 20:09 Hópurinn úr Flóaskóla, sem er að spila í Hörpu þessa dagana og vekur þar mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira