„Það er norskur sigur í dag“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 11:45 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/einar Í dag klukkan eitt í dag fer Gunnar Örn Hauksson flugmaður til sýslumanns og gerir honum grein fyrir því að hann eigi ekki hundrað milljónir króna til að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans á Snæfjallaströnd. Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar. Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar.
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira