Sníða sér stakk eftir vexti Guðni Magnús Ingvason skrifar 2. maí 2024 14:01 Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun