Sníða sér stakk eftir vexti Guðni Magnús Ingvason skrifar 2. maí 2024 14:01 Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun