Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 07:31 Josh Hart setti niður dýrmætan þrist á ögurstundu í Philadelphia í nótt. AP/Matt Slocum New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt. NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt.
NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn