Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 19:32 Til vinstri má sjá aðskotahluti sem ratað hafa í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar. Á meðal þeirra er gaffall merktur Alþingi, sem Oddny Harðardóttir veitti viðtöku þegar fréttamaður leit við í Alþingishúsinu í dag. Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða. Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða.
Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira