„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:31 Deandre Kane slær hér í myndavél starfsmanns Stöðvar 2. Stöð 2 Sport Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér.
„Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira