„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:31 Deandre Kane slær hér í myndavél starfsmanns Stöðvar 2. Stöð 2 Sport Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér.
„Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira