„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 08:38 Þorgerður Katrín spurði Svandísi Svavarsdóttur nánar út í hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi í fyrirspurnartíma þingsins í gær. vísir/Arnar/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“ Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“
Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26
Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00