Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 20:01 Bjarni Benediktsson segir að mögulega þurfi að vinna nýja löggjöf um sanngirnisbætur næsta haust. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira