Haltrandi Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs og Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 06:31 Luka Doncic fagnar körfu í sigri Dallas Mavericks í Oklahoma City í nótt. Getty/Joshua Gateley Það er allt jafnt í tveimur undanúrslitaeinvígum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir að Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers unnu bæði útisigra í nótt. Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira