Haltrandi Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs og Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 06:31 Luka Doncic fagnar körfu í sigri Dallas Mavericks í Oklahoma City í nótt. Getty/Joshua Gateley Það er allt jafnt í tveimur undanúrslitaeinvígum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir að Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers unnu bæði útisigra í nótt. Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024 NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024
NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira