Kári tekur ábyrgð á stuðningi Víðis og Þórólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 16:42 „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama,“ segir Kári um að hann hafi lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda af eigin frumkvæði. Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira