Líf Chaz á Íslandi gæti endað á Netflix Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:32 Chaz Williams kann vel við sig í grænu og fékk þennan forláta jakka þegar leið á viðtalið. Stöð 2 Sport Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum. Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti