Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 12:32 Myndbönd frá Belgorod sýna að hluti tíu hæða fjölbýlishúss hrundi. AP/Almannavarnir Rússlands Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“