Mætti í eftirpartý og verður eftir í Malmö Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 16:48 Joost Klein var spáð nokkuð góðu gengi á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í gær. Þó varð ekkert úr því þar sem honum var vikið úr keppni vegna meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU. AP/Martin Meissner Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið. Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code. Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code.
Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira