Sveindís lét sér ekki nægja að spila allan leikinn heldur skoraði hún annað mark liðsins og lagði upp það þriðja skömmu síðar en lokatölur leiksins urðu 0-3 Wolfsburg í hag.
Wolfsburg situr nokkuð þægilega í öðru sæti deildinnar með 50 stig en Bayern Munchen hefur þegar tryggt sér titilinn.
Þetta var þriðja mark Sveindísar í vetur í tíu leikjum og þá hefur hún einnig lagt upp þrjú mörk.