„Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:41 Jóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson sagði sína menn hafa spilað hræðilega í þrjátíu mínútur í tapinu gegn Keflavík í kvöld. Hann svaraði fyrir gagnrýni á DeAndre Kane og sagðist vera orðinn þreyttur á umtalinu um sinn mann. „Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum