Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 07:18 Þúsundir Palestínumanna sem flúið hafa heimili sín á Gasa hafast nú við í tjaldbúðum í Deir al Balah. AP/Abdel Kareem Hana Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira