Ef Instagram-færslurnar birtast á ekki þá er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Maður margra hatta
Athafnamaðurinn Skúli Mogensen sýndi á sér nýjar hliðar og töfraði fram sjóræningjaskipsköku í tilefni af fjögurra ára afmæli sonar hans og Grímu Bjargar Thorarensen.

Mæðradagurinn
Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona segir móður sínar hennar mesti innblástur í lífinu.
Tónlistarkonan Bríet Isis sendi móðir sinni afar fallega og einlæga kveðju í tilefni dagsins.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir fagnar öðrum mæðradeginum með eitt í fanginum og annað í móðurkviði.
„Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi áður en ég varð sjálf mamma og veit að fyrir mörgum er hann erfiður af alls konar ástæðum,“ skrifaði Katrín Edda meðal annars við færsluna.
Fanney Ingvarsdóttir markaðsfulltrúi Bioeffect naut dagsins með börnunum sínum tveimur.
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikkona skrifaði langan pistil tileinkaður stjúpmæðrum.
Sjóðheitur sólardagur
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró, átti sjóðheitan sunnudag í sólinni í Barcelona.
Þriggja mánaða í þyrluflugi
Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class, fór í sitt fyrsta þyrluflug á dögunum, aðeins þriggja mánaða gamall.
Falleg fjölskylda
Tónlistarmaðurinn Aron Can og fjölskylda fóru í fjölskyldumyndatöku á dögunum.
Kjörnun á hótel Geysi
Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og eigandi Withsara, og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona héldu heilsu-retreat á Hótel Geysi um helgina. Um hundrað konur skráðu sig á viðburðinn sem var hinn glæsilegasti.
Vinkonurnar og ofurskvísurnar, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Sara Reginsdóttir, létur sig ekki vanta og nutu helgarinnar í fallegu umhverfi.
Tónleikaveisla í Hörpu
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyförð, eða GDRN, hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Jón Jónsson tónlistarmaður lét sig ekki vanta og tróð upp með Guðrúnu. Guðrún klæddist stórglæsilegum sérsaumuðum fatnaði frá íslenska hönnuðinum Sif Benedicta.

Mætt í sólina
Afrekshlaupakonan Mari Jaersk er nýtur sólarinnar í fjallgöngu á Tenerife ásamt góðum hópi.
Hún bauð Guðna forseta með en það var svolítið mikið að gera hjá honum.
Strákamömmur
Tónlistarkonan Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður deildu þeim gleðifregnum að þær eiga von á dreng í haust.