Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 09:29 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka. Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka.
Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira