Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Rúnar Freyr Gíslason er fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision og framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Daníel Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar. Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar.
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira