Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Á myndinni eru, frá vinstri, Blessing Newton sem var vísað til Nígeríu í gær, svo Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra og Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55