„Við erum allar að læra þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 16:01 Heiða Ragney Viðarsdóttir á ferðinni með boltann í leik Breiðabliks og FH í sumar. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en fimmta umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna Breiðablikskonur hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið er fullt hús, tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 14-1. Eftir 3-0 sigra í fyrstu þremur leikjum sínum þá vann liðið 5-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik. Þær Barbára Sól og Heiða Ragney eiga það sameiginlegt að vera báðar á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðinu. Barbára Sól kom þangað frá Selfossi en Heiða frá Stjörnunni. Helena forvitnaðist um nafn Barbáru og spurði hana hreint út hvort hún væri alíslensk. Alíslenskt nafn „Ég er alíslensk og er bara skírð í höfuðið á ömmu,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir en var hún að leiðinni til Danmerkur áður en hún skipti yfir í Breiðablik? „Það var svona á borðinu en svo fór ég á fund með Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] og leist mjög vel á það. Ég er í námi hérna heima og það spilaði inn í,“ sagði Barbára. „Ég hef alltaf heillast af Breiðabliki, bæði sem liði og klúbb. Svo komu þau sem síðasta púslið inn í þetta,“ sagði Barbára og nefnir þar þjálfarana Nik og Eddu Garðarsdóttur. Heiða Ragney er uppalin fyrir norðan en fór suður til Reykjavíkur í nám. „Ég kláraði master í alþjóða samskiptum og skipti þá yfir í Stjörnuna. Svo var ég á smá tímamótum núna þegar samningurinn minn kláraðist. Ég var búin með námið og samninginn og hugsaði: Hvað á ég að gera næst?,“ sagði Heiða. „Vá, ég þarf breytingu“ „Ég var að skoða það að fara út og var ekkert rosalega mikið með hausinn í því að vera hérna heima. Eftir áramót var ekkert almennilegt komið upp og ég vildi ekki vera í óvissunni lengur. Þá þurfti ég að fara að taka ákvörðun og endaði á þessari,“ sagði Heiða. Hún fór á fundi hjá Breiðabliki í nóvember en var síðan ekki að pæla meira í því fyrr en eftir áramót. „Þá fann ég bara. Vá, ég þarf breytingu. Svo var líka rosalega mikil breyting á Stjörnuliðinu. Það hafði líka áhrif,“ sagði Heiða. Var ekkert ofboðslega sátt með það „Það var búið að vera plan í gangi hjá Stjörnunni og mér fannst Stjarnan ekki vera að halda áfram með það plan. Við vorum að missa stóra pósta og það var ekki verið að sækja leikmenn á því kaliberi. Ég var ekkert ofboðslega sátt með það sjálf. Ég vildi sjá meira og mér fannst það ekki gerast,“ sagði Heiða. Þær eru ánægðar með félagsskiptin sín en segja að auðvitað taki það tíma að koma sér inn í hlutina. „Ég fíla mig mjög vel í grænu. Liðið er geggjað, liðsheildin er góð, þjálfarnir geggjaðir. Toppaðstæður,“ sagði Barbára. „Þetta er frekar fyndið af því að við erum að koma inn í nýtt lið. Maður er aðlagast, hvernig menningin er og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Þær eru oft að segja við okkur: Við erum líka að læra inn á þetta,“ sagði Heiða. Þær nefna sem dæmi nýja leikkerfið hjá Blikaliðinu en allir leikmenn liðsins eru að kynnast því í fyrsta skiptið. Nik gerbreytti leikkerfi Blikaliðsins. „Bara eins og leikkerfið sem þið hafið verið að tala um. Við erum allar að læra þetta og við tvær erum því ekki þær einu sem eru að því,“ sagði Barbára. Það má horfa á allt spjallið hér fyrir ofan. Allir leikirnir í fimmtu umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 21.15, eða strax eftir leik Fylkis og Breiðabliks. Leikur Þróttar og Víkings hefst klukkan 18.00. Í dag er leikur Vals og Tindastóls klukkan 17.30 en klukkan 18.00 eru bæði leikur Þór/KA og Keflavíkur annars vegar og leikur Stjörnunnar og FH hins vegar. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en fimmta umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna Breiðablikskonur hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið er fullt hús, tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 14-1. Eftir 3-0 sigra í fyrstu þremur leikjum sínum þá vann liðið 5-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik. Þær Barbára Sól og Heiða Ragney eiga það sameiginlegt að vera báðar á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðinu. Barbára Sól kom þangað frá Selfossi en Heiða frá Stjörnunni. Helena forvitnaðist um nafn Barbáru og spurði hana hreint út hvort hún væri alíslensk. Alíslenskt nafn „Ég er alíslensk og er bara skírð í höfuðið á ömmu,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir en var hún að leiðinni til Danmerkur áður en hún skipti yfir í Breiðablik? „Það var svona á borðinu en svo fór ég á fund með Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] og leist mjög vel á það. Ég er í námi hérna heima og það spilaði inn í,“ sagði Barbára. „Ég hef alltaf heillast af Breiðabliki, bæði sem liði og klúbb. Svo komu þau sem síðasta púslið inn í þetta,“ sagði Barbára og nefnir þar þjálfarana Nik og Eddu Garðarsdóttur. Heiða Ragney er uppalin fyrir norðan en fór suður til Reykjavíkur í nám. „Ég kláraði master í alþjóða samskiptum og skipti þá yfir í Stjörnuna. Svo var ég á smá tímamótum núna þegar samningurinn minn kláraðist. Ég var búin með námið og samninginn og hugsaði: Hvað á ég að gera næst?,“ sagði Heiða. „Vá, ég þarf breytingu“ „Ég var að skoða það að fara út og var ekkert rosalega mikið með hausinn í því að vera hérna heima. Eftir áramót var ekkert almennilegt komið upp og ég vildi ekki vera í óvissunni lengur. Þá þurfti ég að fara að taka ákvörðun og endaði á þessari,“ sagði Heiða. Hún fór á fundi hjá Breiðabliki í nóvember en var síðan ekki að pæla meira í því fyrr en eftir áramót. „Þá fann ég bara. Vá, ég þarf breytingu. Svo var líka rosalega mikil breyting á Stjörnuliðinu. Það hafði líka áhrif,“ sagði Heiða. Var ekkert ofboðslega sátt með það „Það var búið að vera plan í gangi hjá Stjörnunni og mér fannst Stjarnan ekki vera að halda áfram með það plan. Við vorum að missa stóra pósta og það var ekki verið að sækja leikmenn á því kaliberi. Ég var ekkert ofboðslega sátt með það sjálf. Ég vildi sjá meira og mér fannst það ekki gerast,“ sagði Heiða. Þær eru ánægðar með félagsskiptin sín en segja að auðvitað taki það tíma að koma sér inn í hlutina. „Ég fíla mig mjög vel í grænu. Liðið er geggjað, liðsheildin er góð, þjálfarnir geggjaðir. Toppaðstæður,“ sagði Barbára. „Þetta er frekar fyndið af því að við erum að koma inn í nýtt lið. Maður er aðlagast, hvernig menningin er og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Þær eru oft að segja við okkur: Við erum líka að læra inn á þetta,“ sagði Heiða. Þær nefna sem dæmi nýja leikkerfið hjá Blikaliðinu en allir leikmenn liðsins eru að kynnast því í fyrsta skiptið. Nik gerbreytti leikkerfi Blikaliðsins. „Bara eins og leikkerfið sem þið hafið verið að tala um. Við erum allar að læra þetta og við tvær erum því ekki þær einu sem eru að því,“ sagði Barbára. Það má horfa á allt spjallið hér fyrir ofan. Allir leikirnir í fimmtu umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 21.15, eða strax eftir leik Fylkis og Breiðabliks. Leikur Þróttar og Víkings hefst klukkan 18.00. Í dag er leikur Vals og Tindastóls klukkan 17.30 en klukkan 18.00 eru bæði leikur Þór/KA og Keflavíkur annars vegar og leikur Stjörnunnar og FH hins vegar.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira