Mynda þurfti ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar