Mynda þurfti ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun