Nýsköpun er svarið Nótt Thorberg skrifar 15. maí 2024 09:15 Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar