Forðast drama eins og heitan eldinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. maí 2024 09:44 Sunneva Ása sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Anna Maggý Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. Sunneva hefur náð langt í listasenunni og hefur hún ferðast víða um heiminn og haldið listasýningar. Nokkur af verkum hennar voru til sýnis á einni stærstu listamessu í Norðurlöndunum í síðustu viku; Market ART Fair. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu sem verður frumsýnd 29. maí næstkomandi. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Sunneva Sunneva Ása sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Sunneva Ása Weisshappel Aldur? 35 ára Starf? Listakona Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Með Balta og Stormi, hænunum okkar, hestum og kisunni Ösku. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilbrigði og fæðast hér á Íslandi. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Reyni eftir bestu getu, en minn akkilesarhæll er nikótín. Ég borða hollan mat, hætti að drekka fyrir löngu síðan, stunda hreyfingu, jóga, hestamennsku og fleira. Sunneva Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer í sund, sánu, pottinn, hestbak, hugleiði, jóga eða kannski swet. Fer eins langt í burtu frá margmenni og ég get, slekk á símanum, sef og drekk ferska djúsa, umvef mig fólki sem ég elska og hugsa um dýrin mín. Hvað er á döfinni? Listamannaspjall í Nýló, frumsýna Snertingu og eignast litla stelpu í sumar. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Ása Weisshappel (@sunnevasa) Fallegasti staður á landinu? Rauðhólar, Fjallabak, Stórurð og Vestfirðir. En í heiminum? Úff, hef ekki séð allan heiminn en af því sem ég hef upplifað myndi ég segja Glistening Waters sem er glóandi lón á norðurströnd Jamaíku sem ég synti í með Anni vínkonu minni, fossaböðin í Iscles; fjallaþorpi vina minna í Piranía fjöllunum á Spáni og djúpt inn frumskógum Limpopo, sem við Balti bjuggum í á meðan hann var að skjóta Beast í Suður Afríku. Hvað hefur mótað þig mest? Erfiðleikar og hindranir. Uppskrift að drauma sunnudegi? Erlendis, vakna úti í náttúrunni við sólina að vekja mig og eiga heilan dag í góðu veðri, félagskap og mat, en hér heima upp á hálendi í hestaferð. Mér líður best í náttúrunni. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fæ mér kaffibolla og síðan annan. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tannbursta, ber á mig handáburð og varasalva. Skrolla oft í gegn um myndir á Pinterest fyrir innblástur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Fæða barn og vera mamma. Halda áfram að lenda í ævintýrum. Sunneva Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það sem við segjum um fólk segir meira um okkar eigin persónu en þeirra eigin. Hafðu húmor fyrir fólki og ég forðast drama eins og heitann eldinn. „Just because some people are fueled by drama doesn’t mean you have to attend their performance.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég sagði nei, en Solla vinkona mín var að lesa yfir og sagði að ég sé sjúklega góður kokkur. Sunneva Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég datt niður tröppurnar heima og fór úr hnélið síðustu helgi. Grét ein hressilega á gólfinu í svona góðar tíu mínutur áður en ég náði að sækja símann og herða mig. Ertu A eða B týpa? BBB týpa Sunneva Hælar eða strigaskór? Í augnablikinu á tánum eða í crocks, karlar og konur skulu bara vera í því sem þeim finnst þægilegt. Ég er talsamaður þæginda í skóklæðnaði! Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, get bjargað mér á dönsku og þýsku. Hvað ertu að hámhorfa á? Síðasta sem ég hámhorði á var Baby Reindeer! Fyrsti kossinn? Svona alvöru? Held það hafi verið í SPK heima hjá strák sem ég var skotin í, ég datt aftur fyrir mig. Það var mikið hlegið. Ertu með einhvern bucket-lista? Fara fyrir hönd Íslands á Feneyjingartvíæringinn, Sýna verk mín í MOMA og Tate Modern, búa um tíma í Suður Ameríku, t.d. Perú og kannski Taílandi. Ég stefni að því að rækta allan matinn okkar sjálf og svo væri ekki leiðinlegt að verða heimsmeistari í einhverju skemmtilegu. Leggja mitt af mörkum til að barnabörnin mín búi við mannréttindi, frið og fái að njóta náttúrunnar okkar, ásamt því að hjálpa ungum listamönnum að fóta sig. Leikstýra kvikmynd sem væri myndlistarverk og skilja eitthvað eftir með listinni minni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Úps ég sofnaði, varð að hvíla mig. Var að verja MA verkefnið í dag, ertu vakandi lengi?” Til litlu systur minnar Hönnu sem býr í Kaupmannahöfn. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Heiti potturinn eða á bólakafi í grjónapúðanum okkar frá Cape Town. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Queen - Don’t stop me now! Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Barnalán Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Sunneva hefur náð langt í listasenunni og hefur hún ferðast víða um heiminn og haldið listasýningar. Nokkur af verkum hennar voru til sýnis á einni stærstu listamessu í Norðurlöndunum í síðustu viku; Market ART Fair. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu sem verður frumsýnd 29. maí næstkomandi. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Sunneva Sunneva Ása sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Sunneva Ása Weisshappel Aldur? 35 ára Starf? Listakona Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Með Balta og Stormi, hænunum okkar, hestum og kisunni Ösku. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilbrigði og fæðast hér á Íslandi. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Reyni eftir bestu getu, en minn akkilesarhæll er nikótín. Ég borða hollan mat, hætti að drekka fyrir löngu síðan, stunda hreyfingu, jóga, hestamennsku og fleira. Sunneva Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer í sund, sánu, pottinn, hestbak, hugleiði, jóga eða kannski swet. Fer eins langt í burtu frá margmenni og ég get, slekk á símanum, sef og drekk ferska djúsa, umvef mig fólki sem ég elska og hugsa um dýrin mín. Hvað er á döfinni? Listamannaspjall í Nýló, frumsýna Snertingu og eignast litla stelpu í sumar. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Ása Weisshappel (@sunnevasa) Fallegasti staður á landinu? Rauðhólar, Fjallabak, Stórurð og Vestfirðir. En í heiminum? Úff, hef ekki séð allan heiminn en af því sem ég hef upplifað myndi ég segja Glistening Waters sem er glóandi lón á norðurströnd Jamaíku sem ég synti í með Anni vínkonu minni, fossaböðin í Iscles; fjallaþorpi vina minna í Piranía fjöllunum á Spáni og djúpt inn frumskógum Limpopo, sem við Balti bjuggum í á meðan hann var að skjóta Beast í Suður Afríku. Hvað hefur mótað þig mest? Erfiðleikar og hindranir. Uppskrift að drauma sunnudegi? Erlendis, vakna úti í náttúrunni við sólina að vekja mig og eiga heilan dag í góðu veðri, félagskap og mat, en hér heima upp á hálendi í hestaferð. Mér líður best í náttúrunni. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fæ mér kaffibolla og síðan annan. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tannbursta, ber á mig handáburð og varasalva. Skrolla oft í gegn um myndir á Pinterest fyrir innblástur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Fæða barn og vera mamma. Halda áfram að lenda í ævintýrum. Sunneva Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það sem við segjum um fólk segir meira um okkar eigin persónu en þeirra eigin. Hafðu húmor fyrir fólki og ég forðast drama eins og heitann eldinn. „Just because some people are fueled by drama doesn’t mean you have to attend their performance.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég sagði nei, en Solla vinkona mín var að lesa yfir og sagði að ég sé sjúklega góður kokkur. Sunneva Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég datt niður tröppurnar heima og fór úr hnélið síðustu helgi. Grét ein hressilega á gólfinu í svona góðar tíu mínutur áður en ég náði að sækja símann og herða mig. Ertu A eða B týpa? BBB týpa Sunneva Hælar eða strigaskór? Í augnablikinu á tánum eða í crocks, karlar og konur skulu bara vera í því sem þeim finnst þægilegt. Ég er talsamaður þæginda í skóklæðnaði! Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, get bjargað mér á dönsku og þýsku. Hvað ertu að hámhorfa á? Síðasta sem ég hámhorði á var Baby Reindeer! Fyrsti kossinn? Svona alvöru? Held það hafi verið í SPK heima hjá strák sem ég var skotin í, ég datt aftur fyrir mig. Það var mikið hlegið. Ertu með einhvern bucket-lista? Fara fyrir hönd Íslands á Feneyjingartvíæringinn, Sýna verk mín í MOMA og Tate Modern, búa um tíma í Suður Ameríku, t.d. Perú og kannski Taílandi. Ég stefni að því að rækta allan matinn okkar sjálf og svo væri ekki leiðinlegt að verða heimsmeistari í einhverju skemmtilegu. Leggja mitt af mörkum til að barnabörnin mín búi við mannréttindi, frið og fái að njóta náttúrunnar okkar, ásamt því að hjálpa ungum listamönnum að fóta sig. Leikstýra kvikmynd sem væri myndlistarverk og skilja eitthvað eftir með listinni minni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Úps ég sofnaði, varð að hvíla mig. Var að verja MA verkefnið í dag, ertu vakandi lengi?” Til litlu systur minnar Hönnu sem býr í Kaupmannahöfn. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Heiti potturinn eða á bólakafi í grjónapúðanum okkar frá Cape Town. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Queen - Don’t stop me now! Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Barnalán Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03
„Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38
„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01