FIFA íhugar að leyfa deildarleiki í öðrum löndum Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 15:29 Gianni Infantino hefur verið nýjungagjarn í starfi sínu sem forseti FIFA. Stephen McCarthy - FIFA / FIFA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA mun skipa stýrihóp til að rannsaka helstu kosti og galla þess að spila deildarleiki erlendis. Relevant Sports, skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum, er talinn mikill áhrifavaldur á ákvarðanatöku sambandsins. Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs. FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs.
FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira