Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 14:00 „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um erjur Drake og Kendricks Lamar. EPA „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“ Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira