Hæstiréttur segir tíma í flugvél vera vinnutíma Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 15:17 Ferðirnar sem málið varðar áttu sér stað árið 2018 þegar maðurinn fór í nokkur skipti til og frá Íslandi til Ísrael og Sádí Arabíu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur viðurkennt að starfsmaður átti að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar. Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar. Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11
Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44