Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2024 17:44 ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm eintökum. Icelandair er aðili að fagráðsvettvangi um þróun flugvélarinnar. Heart Aerospace Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33