NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2024 07:01 Harrison Butker spilaði stóran þátt í sigri Chiefs í Ofurskálinni á þessu ári. Lauren Leigh Bacho/Getty Images NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið. NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið.
NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira