Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2024 14:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, hélt tölu á ársfundinum. Þorkell Þorkelsson Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira