92 prósent sigurvegara leiks eitt frá árinu 2011 hafa orðið Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 14:40 Tindastólsmenn unnu leik eitt í fyrra og urðu Íslandsmeistarar. Þeir töpuðu leik eitt árið á undan og urðu þá að sætta sig við silfur. Vísir/Hulda Margrét Hversu mikilvægur er fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta í kvöld? Ef við skoðum síðustu tólf lokaúrslit þá er mikilvægið gríðarlegt. Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%) Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira