Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 18:06 Frá Svartsengi þar sem kvikusöfnun heldur áfram á stöðugum hraða. Vísir/Arnar Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23