Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 21:26 Kristinn Pálsson háði mjög harða baráttu við DeAndre Kane í kvöld Vísir / Anton Brink Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim. „Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
„Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30