Brotin þrjú sem málið varðar áttu sér stað árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli.
Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnst kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað.
Tvær kvennanna voru starfsmenn á veitingastaðnum þar sem Bergvin var yfirmaður.
Bergvin neitaði sök en dómnum þótti framburður hans ótrúverðugur í öllum málunum. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómaranum þótti það afar ósennilegt, meðal annars vegan þess að konan var í föstu sambandi á þeim tíma með einstaklingi sem hefði getað farið inn í herbergið á hverri stundu.
Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Dómnum þótti það mjög ótrúverðugt.
Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Að mati dómsins virðist það ekki hafa átt sér neina stoð í raunveruleikanum.
Líkt og áður segir hlaut Bergvin sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunum þremur miskabætur. Í fyrsta lagi 350 þúsund krónur, öðru lagi 500 þúsund krónur, og í síðasta lagi eina milljón króna.
Þar að auki er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á rúmum fjórum milljónum króna.
Uppfært:
Dómi Héraðsdóms Suðurlands hefur verið áfrýjað til Landsréttar.