Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. maí 2024 12:25 „Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ segir Helga um bréf Katrínar til Kára. Vísir Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira