„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2024 21:40 Rúnar Ingi fer yfir málin Vísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. „Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
„Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira