Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 23:39 Björgunarsveitarmeðlimir bera lík eins fórnarlambsslyssins á börum. AP/Azin Haghighi Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Abdulkadir Uraloğlu, samgöngumálaráðherra Tyrklands, segir að þegar ljóst var að slys hafi orðið hafi tyrknesk yfirvöld leitað að merki frá merkissvara þyrlunnar sem sendir út lofthæð og staðsetningu þyrlunnar. „En því miður, er líklegast að slökkt hafi verið á merkissvaranum eða að þyrlan hafi ekki verið með slíkan búnað um borð,“ segir Uraloğlu. Guardian greinir einnig frá því að íranska ríkisstjórnin hafi verið hvött til þess að ganga frá kaupum á tveimur rússneskum þyrlum ætluðum innanlandsflutninga ráðherra og embættismanna vegna áhyggna af aldri þyrluflota ríkisstjórnarinnar. Þyrlan sem hrapaði var af gerðinni Bell 212, tveggja hreyfla vél sem getur borið 15 manns. Forsetinn var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins þegar slysið varð, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Rannsóknarteymi á vegum íranskra stjórnvalda er þegar komið á vettvang og skoðar aðstæður. Hinar tvær þyrlurnar í hópnum komust óhultar á áfangastað og enn sem komið er hafa engar ásakanir um spellvirki verið lagðar fram. Þyrlan lenti í vandræðum í mikilli þoku og þokunni létti ekki og því gekk leitarstarf brösulega. Samkvæmt írönskum ríkismiðlum skall þyrlan utan í fjall og fuðraði hreinlega upp. Ayatollann Ali Khomenei hefur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg og verður forsetinn borinn til hinstu hvílu á miðvikudaginn næstkomandi. Kosningar til nýs forseta verða haldnar í lok júní. Í millitíðinni mun Mohammad Mokhber varaforseti gegna skyldum embættisins.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira