OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 06:57 Að sögn Johansson vildi Altman nota rödd hennar til að „brúa bilið“ milli gervigreindargeirans og skapandi geirans en OpenAI á yfir höfði sér fjölda málsókna vegna notkunar fyrirtækisins á verkum annarra við þróun ChatGPT. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024 Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024
Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira